SMA-Trefjamalbik

SMA-Trefjamalbik (Stone Mastik Asphalt) er yfirleitt framleitt úr Durasplitt steinefnum ásamt trefjaefnum sem blandað er út í malbikið. SMA malbik hentar vel á umferðaþyngstu göturnar (umferð meiri en 15.000 ÁDU). SMA malbik er mjög slitþolið og hefur mikið hemlunarviðnám. Malbikið er framleitt í þremur mismunandi kornastærðum þ.e. 8mm, 11mm og 16mm. SMA malbik uppfyllir allar gæðakröfur samkvæmt Alverk ´95.

HENTAR FYRIR:

  • Umferðaþungar götur > 15.000 ÁDU
  • Hringtorg með miklu álagi
  • Gáma og hafnarsvæði
  • Aðrar götur og svæði þar sem óskað er eftir miklu slitþoli
  • Á gatnamót þar sem hátt hemlunarviðnám er æskilegt

V_915_077.JPG

Í SMA Trefjamalbiki er lágt hlutfall fínefna og mjög hátt hlutfall stærri steina sem eykur slitstyrk og gefur meira hemlunarviðnám heldur en hefðbundnar malbiksblöndur. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fínkornað SMA t.d. 8mm dregur úr hljóðmengun frá umferðinni.


Upplýsingar um SMA-Trefjamalbik

 SMA 16 - Trefjamalbik SMA 11 - Trefjamalbik Verksmiðjan