Sérlausnir

SÉRLAUSNIR, starfsmenn MHC koma einnig að ráðleggingum á vali og útfærslum á ýmsum sérlausnum fyrir sína viðskiptavini þegar þess er óskað. Þar býr fyrirtækið að því að hafa tekið að sér mest krefjandi malbiksframkvæmdir sem farið hefu verið út í hér á landi s.s. malbikun á jarðgöngum, hafnarsvæðum og flugvöllum þar sem gæðakröfur eru mjög miklar ásamt framleiðslu á rauðu malbiki, malbiki með vaxi o.s.frv.

Starfsmenn MHC eru stöðugt að þróa og leita leiða til að betrumbæta gæði malbiks á Íslandi og koma til  móts við þarfir viðskiptavina sinna. Eins og er eru nokkur tilraunaverkefni í gangi hjá fyrirtækinu í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki og lofa fyrstu niðurstöður úr þeim verkefnum mjög góðu.

RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN

MHC rekur eigin rannsóknarstofu þar sem fylgst er með að framleiðsla og útlögn malbiks standist allar settar gæðakröfur. Verkkaupar hafa aðgang að gæðaskýrslum úr sínum verkum. Á rannsóknarstofu MHC er stöðugt unnið að þróun malbiks auk þess sem rannsóknir á malbiki og íblönunarefnum eru gerðar. Hjá MHC hefur endurunnið malbik verið notað við framleiðslu um nokkurt skeið og hefur það reyns mjög vel. Á rannsóknarstofunni eru t.d. til athugunar ýmsar leiðir í sambandi við endurvinnslu og nýtingu hráefnis í framleiðslu malbiks, með umhverfi og hagkvæmni að leiðarljósi. MHC kappkostar að vera í góðri samvinnu við íslenska háskóla og rannsóknarmiðstöðvar og leiðir saman erlenda sérfræðinga Colas og íslenska fræðimenn.

Eins og er eru nokkur tilraunaverkefni í gangi hjá fyrirtækinu í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki hér á Íslandi og erlendis og virðast fyrstu niðurstöður úr þeim verkefnum lofa mjög góðu.


Í BOÐI:

 • SBS malbik - Eykur endingu og dregur úr hjólfaramyndun
 • 100% Endurunnið malbik
 • Heitt malbik með 5-19 mm steinefnum
 • Trefjamalbik (SMA) á umferðaþyngstu vegina og álagssvæði
 • Malbik með vaxi
 • Malbik með hörðu biki t.d. á hafnarsvæði
 • Malbik sem hefur betra hemlunarviðnám
 • Malbik sem dregur úr umferðarhávaða
 • Gropið (lekt) malbik, t.d. undir tartandúka
 • Plastblandað (PMA) malbik til að auka teygjanleika þess
 • Gúmmíblandað malbik
 • Litað malbik t.d. snjóhvítt, rautt, blátt grænt o.s.frv.
 • Kalt viðgerðarmalbik
 • Sprungufyllingarefni
 • Asfaltborðar
 • Bikþeyta
 • Þunnbik
 • Froðubik
 • Steinefni í ýmsum litum

ÞJÓNUSTA:

 • Rannsóknir
 • Borkjarnar
 • Þjöppumælingar
 • Sprautun bindiefna
 • Fræsingar
 • MerkingarVerksmiðjan