Rautt-Malbik

Rautt malbik er framleitt úr sérinnfluttum rauðum steinefnum ásamt litarefnum. En steinefnin eru með allra sterkasta móti. Þetta malbik hefur verið notað á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir sérmerktar strætisvagna- og leigubílaakreinar. Malbikið er yfirleitt framleitt í 11mm eða 16mm kornastærð. Þar sem malbikið er framleitt úr rauðum steinefnum upplitast það ekki þrátt fyrir mikla umferð. Malbikið uppfyllir allar gæðakröfur samkvæmt Alverk ´95.

Einnig er hægt að blanda rauðu litarefni í hefðbundið malbik en slíkt hentar aðeins þar sem umferðarálag er lítið þar. En litur steinefnanna kemur í ljós þegar malbikið fer að slitna. Slíkt malbik gæti hentað vel á leiksvæði, göngustíga eða önnur svæði með litlu álagi. En töluverður verðmunur er á á þessum tveimur tegundum.

colas.jpg

HENTAR FYRIR:

  • Strætisvagna - og leigubílaakreinar
  • Umferðargötur
  • Bílastæði og innkeyrslur
  • Leiksvæði
  • Göngu - og hjólreiðastiga

 

 

 

 

 Hefðbundið malbik með rauðum litarefnum hefur t.d. verið lagt við íþróttamiðstöðina Versölum. Rautt malbik með rauðum steinefnum hefur verið notað við gerð strætisvagna - og leigubílaakreina t.d. á Miklubraut, Borgartúni og fleiri stöðum.
Verksmiðjan