Kalt viðgerðarmalbik

Kalt viðgerðarmalbik er framleitt úr steinefnum úr Hólabrúarnámu. Þetta er hefðbundið malbik blandað íblöndunarefnum sem gera það að verkum að það helst mjúkt í töluverðan tíma svo það er hægt að vinna með efnið kalt. Það hentar því vel í smáviðgerðir og til viðgerða að vetrarlagi. Efnið er hægt að geyma í lengri tíma, úti jafnt sem inni. Malbikið er framleitt í tveimur mismunandi kornastærðum þ.e. 8mm og 11mm.

HENTAR FYRIR:P1010014.jpg

  • Smærri viðgerðir
  • Bráðabirgðaviðgerðir í umferðargötum
  • Viðgerðir á bílastæðum og innkeyrslum
  • Viðgerðir á þjóðvegum
  • Meðfram hellulögnum o.s.frv.

 

 

 

MHC hefur í mörg ár framleitt kalt viðgerðar- malbik. Það hefur verið notað til holuviðgerða í malbiki víða um land en einnig sem mjúkt lag undir botna á stórum tönkum og í þennsluraufar í gólfum. Efnið er blandað um 80° C heitt og helst mjúkt í langan tíma vegna íblöndunarefna sem síðar gufa upp. Við uppgufun mýkingarefnisins verður viðgerðarmalbikið eins og venjulegt heitblandað malbik enda að öðru leyti blandað úr sömu steinefnum og biki eins og venjulegt malbik. Yfir vetrartímann þegar veðurskilyrðin eru sem verst, frost og þýða skiptast á salt er notað á götum, þarf oft að gera við holur sem opnast í malbiki hratt og örugglega. Þá er viðgerðarmalbik oft eina lausnin. Auðvelt er að vinna efnið og veita starfsmenn MHC ráðlegginar um meðhöndlun og útvega leiðbeiningar sé þess óskað. Efnið fæst afgreitt í litlum fötum, tonn sekkjum, á kerrur eða vörubíla.
Verksmiðjan