Durasplitt

Durasplitt - malbik er malbik sem framleitt er úr ljósu kvars diorite sem er sér innflutt frá Noregi. Malbik úr þessu steinefni er notað á umferðarþyngri götur eða þar sem umferð er meiri en 8.000 ÁDU og einnig þar sem krafist er þeirra ljóstæknieiginleika sem efnið gefur. Efnið er ljóst og endurkastar það birtu mun betur en dökk steinefni. Lýsing nýtist því betur og jafnvel má spara götulýsingu. Malbikið er yfirleitt framleitt í þremur mismunandi kornastærðum þ.e. 8mm, 11mm og 16mm. Malbik sem framleitt er úr Durasplitt uppfyllir allar gæðakröfur skv. Alverk ´95.

HENTAR FYRIR:

  • Umferðaþungar götur > 8.000 ÁDU
  • Hringtorg
  • Gáma- og hafnarsvæði
  • Aðrar götur og svæði þar sem óskað er eftir ljósu malbiki
  • Aðrar götur og svæði þar sem óskað er eftir miklu slitþoli

Dæmi um götur þar sem Durasplitt hefur verið notað eru Reykjanesbraut, Hringbraut, Vesturlandsvegur, Hellisheiði og Fífuhvammsvegur ásamt mörgum öðrum umferðarþungum götum.

Malbikun - Reykjanesbraut


 

Upplýsingar um Durasplitt malbik

 

Y16 Durasplitt

 

Y11 Durasplitt

            Verksmiðjan