Öryggi og heilsa

Colas starfrækir vottað öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega kröfustaðlinum OHSAS 18001. Það er hluti af samþættu stjórnunarkerfi fyrirtækisins og byggir á stöðugu umbótastarfi varðandi öryggi og heilsu. Árið 2016 fékk Hlaðbær Colas vottun samkvæmt OHSAS 18001:2007, fyrst allra fyrirtækja í sambærilegum rekstri á Íslandi. Stefnt er að uppfærslu öryggisstjórnunrkerfisins upp í ISO 45001:2018 árið 2019. 

Öryggis- og heilsumálefni eru í forgangi hjá Colas, þar sem öryggið er allaf númer eitt, tvö og þrjú. Mikil áhersla er á að tryggja starfsmönnum gott og heilbrigt vinnuumhverfi þar sem þeim líður vel, bæði líkamlega og andlega. Það er afar mikilvægt og í raun forsenda þess að starfsemin gangi vel. Colas vill vera eftirsóttur vinnustaður og álítur öflugt forvarnarstarf í öryggis- og heilsumálefnum mikilvægt í því samhengi.

Í Colas leggjum við áherslu á að bæta vinnuumhverfi og líðan starfsmanna stöðugt, meðal annars með því að:

· Framkvæma reglulega starfsmannakannanir þar sem viðhorf starfsmanna til þessara málefna eru rýnd og bætt úr ef þarf.

· Lágmarka og helst útloka hættu á slysum og óhöppum með því að t.d rótargreina öll alvarleg atvik og innleiða úrbætur.

· Framkvæma reglubundið áhættumat á öllum ferlum fyrirtækisisns með þáttöku allra starfsmanna

· Þróa umhverfisvænar vörur sem stuðla að heilbrigðari vinnuumhverfi.

· Við höldum árlega öryggisviku Colas með fræðslu, kynningum, námskeiðum og þáttöku allra starfmanna.

· Við höldum heilsudag Colas þar sem starfsmönnum er boðin heilsufarsskoðun ásamt fræðslu um heilsumál.

Colas setur sér reglulega sérstök markmið sem tengjast öryggis- og heilsumálum starfsmanna, þau eru rýnd og frammistaðan metin. Öryggis- og heilsumarkmið fyrirtækisins, viðhorf og áherslur koma fram í öryggisstefnuni hér að neðan.