Umhverfi

Colas er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega kröfustaðlinum ISO 9001:2015 frá árinu 2016. Það er hluti af samþættu stjórnkerfi Colas.

Fyrirtækið hefur alla tíð lagt ríka áherslu á umhverfismál og er sá þáttur starfseminnar alltaf að verða bæði mikilvægari og umfangsmeiri. Kröfur til umhverfismála eru stöðugt að aukast og til að mynda starfar Colas samkvæmt kröfum 5 starfsleyfa. Colas stefnir að því að lágmarka eins og unnt er áhrif starfseminnar á umhverfið og gerir það meðal annars með eftirfarandi hætti:

· Mikilvægir umhverfisþættir starfseminnar eru greindir og skráðir.

· Lög, reglugerðir og kröfur starfsleyfa eru vöktuð og þess gætt að farið er eftir þeim

· Sérstök umhverfismarkmið eru sett, þau eru rýnd og endurskoðuð reglulega.

· Gert hefur verið stórátak í meðferð og geymslu efna. Reynt að fækka tegundum og skipta út hættulegum efnum.

· Við leggjum áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og flokkum hann með það í huga.

· Við vinnum stöðugt að meiri endurnýtingu malbiks og annarra framleiðsluvara.

· Við vöktum stöðugt alla orkunotkun með það að markmiði að minnka hana eins og kostur er

· Colas er meðlimur í Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Festa er leiðandi afl í umhverfismálum á Íslandi.

Fyrirtækið setur sér umhverfismarkmið sem eru bæði langtíma- og skammtímamarkmið. Þau eru rýnd og frammistaðan metin með reglubundnum hætti. 

Helstu áherslur Colas á sviði umhverfismála koma fram í umhverfisstefnu fyrirtækisins hér að neðan