Verksvið

JARÐVINNA

MHC er með jarðvinnudeild sem sér um almenna jarðvinnu og undirbúning fyrir malbikun. Deildin sér um malbiksviðgerðir, lagnavinnu, mælingar, gerð bílastæða og gatna ásamt öðrum frágangi.

MALBIKSVIÐGERÐIR

MHC tekur að sér ýmiskonar viðhald og viðgerðir á eldri slitlögum, fræsingar, sprungufyllingar, gerð hraðahindrana og margt fleira.

MALBIKUN

MHC býr yfir gríðarlegri þekkingu og öflugum tækjaflota til þess að takast á við hverskonar malbikunarverkefni sem upp kunna að kom. Eins hefur fyrirtækið látið sérsmíða eða smíðað sjálft tæki í sérverkefni. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur séð um er malbikun flugvalla þar sem gríðarlega miklar gæðakröfur eru gerðar, ásamt malbikun allra helstu jarðganga landsins auk gatna, bílastæða og göngustíga um allt land.

FRAMLEIÐSLA MALBIKS

MHC á og rekur stærstu og fullkomnustu malbikunarstöð á Íslandi í dag. Verksmiðjan er frá KVM í Danmörku og afkastar 240 tonnum á klst. Í stöðinni eru mikil og stór síló sem taka við og geyma gífurlegt magn malbiks. Auk þess hefur fyrirtækið verið leiðandi í endurnýtingu malbiks og tekur við hreinum malbiksafgöngum til endurvinnslu.

BIKBIRGÐASTÖÐ OG FRAMLEIÐSLA

MHC rekur einnig bikbirgðastöð í Hafnarfirði þar sem bik er geymt á tönkum fyrirtækisins auk þess fer þar fram framleiðsla á bikþeytu og fleiri vörum fyrirtækisins.

VERKSTÆÐI

MHC rekur einnig eigið verkstæði sem sér um allt viðhald á tækjaflota fyrirtækisins.
Verksmiðjan