Rannsóknir og þróun
Hlaðbær Colas hefur alla tíð lagt mikið upp úr vöruþróun og nýsköpun og verið fremst í flokki á sínu sviði í þeim efnum hér á landi. Hluti þessara verkefna hafa verið í samstarfi við opinbera aðila hér á landi, t.d. Vegagerðina, móðurfyrirtæki Hlaðbæ Colas, COLAS SA og önnur COLAS fyritæki í Evrópu. Þar hefur fyrirtækið notið góðs af gríðarlegri tækniþekkingu enþess má geta í París rekur COLAS SA eina stærstu og fullkomnustu rannsóknarstofu í heimi sem sérhæfir sig í rannsóknum á malbiki, bikbindiefnum og öðru því sem tengist þeirri starfsemi.
Þróunar- og nýsköpunarstarfsemi Hlaðbæ Colas á við um breytingar á vöru, nýjar vörur en ekki síður nýja tækni og breytingar á ferlum starfseminnar, má nefna útlagnir, framleiðsluferla og fleira. Hér að neðan eru örfá dæmi um þróunar- og nýsköpunarverkefni sem hafa gengið vel og eru orðin hluti af starfsemi fyrirtækisins.
- Notkun fjölbreyttra íauka í malbik með fjölbreyttum eiginleikum
- Notkun gúmmífjölliða í malbik – Eykur viðnám gegn hjólfaraskriði vegna umferðar.
- Paraffin vax – Hægt að valta/þjappa malbik við lægra hitastig.
- Litarefni – T.d. í akreinar fyrir strætisvagna
- Nýjar aðferðir og efni við yfirborðsmeðhöndlanir malbiks, t.d. á flugvöllum.
- Notkun endurunnins malbiks í nýtt malbik
- Notkun endurunnins malbiks í burðar- og jöfnunarlag undir malbik.
- Notkun umhverfisvænna efna í klæðingar.
- Notkun hitamyndavéla við útlagnir
- Notkun ”feeders” við útlagnir.