Gæðaeftirlit
Colas leggur mikla áherslu á öflugt og markvisst gæðaeftirlit við framkvæmdir. Starfsmenn gæðaeftirlits vinna í nánu samráði við framkvæmdadeildina. Hvert verkefni er rýnt með tilliti til krafna viðskiptavinarins og í samráði við fulltrúa kaupanda er lögð fram ítarleg gæðaeftirlitsáætlun fyrir hvert og eitt verkefni. Framkvæmt er daglegt gæðaeftirlit á verkstað af starfsmönnum gæðaeftirlits fyrirtækisins sem felst í mælingum ýmis konar, sýnatökum og rannsóknum. Þegar verkefni er lokið er það sérstaklega rýnt, bæði með vettvangsskoðun og einnig með því að rýna niðurstöður mælinga og rannsókna. Að lokum eru viðeigandi skýrslur og niðurstöður afhentar verkkaupa.
Umfang gæðaeftirlitsins hefur stóraukist undanfarin ár, enda hefur fyrirtækið komið að flestum stærstu og flóknustu malbiksútlögnum á Íslandi undanfarin ár þar sem gríðarlega strangar kröfur eru til malbiksgæða. Má nefna flugvelli, jarðgöng og flesta umferðarmestu vegi landsins.
Starfsmenn gæðaeftirlits vinna í nánu samráði og samvinnu við fulltrúa verkaupa og hafa viðskiptavinir fyrirtækisins lýst yfir mikilli ánægju með með áherslur og vinnubrögð hvað gæðaeftirlitið varðar.
Gæðaeftirlit fyrirtækisins hefur yfir að ráða afar fulkomnum og fjölbreyttum búnaði til mælinga og sýnatöku sem uppfyllir allar kröfur gerðar eru til slíkra hluta. Þær mælingar og sýnatökur sem gæðaeftirlit framkvæmir meðal annars eru eftirfarandi:
- Rúmþyngdarmælingar við útlögn til að tryggja ásættanlega þjöppun
- Hitastigsmælingar á malbiki, bæði með handmælum en einnig hitamyndavelum sem mæla stöðugt hitastig malbiksins.
- Sýnatökur úr útlögðu malbiki, borkjarnar
- Hjólfaramælingar
- Sléttleikamælingar
- Yfirborðshrýfi
- Daglegt gæðaeftirlit sem felur í sér ýmislegt fleira en hér er talið upp.
- Að auki tekur gæðaeftirlit Colas að sér verkefni fyrir önnur fyrirtæki