Gæðakerfi
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hefur unnið eftir gæðakerfi í fjöldamörg ár, en kerfið hefur verið í stöðugri þróun og uppbyggingu. MHC var fyrsta verktaka fyrirtæki á Íslandi til að fá vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum. En fyrirtækið hlaut þá vottun 2008.
MHC leggur mikla áherslu á að tryggja viðskiptavinum sínum gæði og góða þjónustu. Innra gæðaeftirlit fylgist reglulega með allri framleiðslu, útlögn og annari starfsemi fyrirtækisins.
MHC framleiðir malbik sem uppfyllir allar kröfur Alverks ´95 en hefur jafnframt nú þegar tekið í notkun leiðbeiningar Vegagerðarinnar um framleiðslu malbiks sem er undanfari nýju staðlanna um malbiksframleiðslu.
Jafnframt vinnur fyrirtækið að upptöku nýju CEN staðlanna og fær þannig CE merkingu á allar vörur sínar og uptöku á framleiðslustjórnunarkerfi (Factory Production Control, FPC).
MHC vinnur eftir ströngu öryggisstjórnunarkerfi og fékk vottun samkvæmt OHSAS 18001 staðlinum í apríl 2017. Á sama tíma fékk fyrirtækið vottun samkvæmt staðlinum ISO 14001 á umhverfisstjórnunarkerfið.
MHC skilar "Grænu" bókhaldi á hverju ári.
Gæðavottorð - Hlaðbær Colas
Gæðastefna MHC Umhverfis- og öryggisstefna MHC