Viðurkenning frá TM

Viðurkenning frá TM í þágu fornvarna gegn óhöppum

Öryggisfundur/Starfmannafundur

Þann 7. maí sl. var boðað til starfsmannafundar af hálfu öryggisnefndar MHC og framkvæmdastjóra. Tilefni fundarins var fyrst og fremst að fara yfir öryggismálin en einnig voru önnur erindi á dagskrá.

Byrjað var á öryggismálunum og sá öryggisnefndin um hana. Farið var yfir skipulag öryggismála hjá MHC, helstu áherslur varðandi öryggisreglur, notkun persónuhlífa og margt fl. sem þykir viðeigandi þegar fjallað er um þennan málaflokk. Notast var við glærur m.a. og einnig var sýnt 20 mín. öryggismyndband sem kollegar okkar hjá Colas í Danmörku létu framleiða í þessum tilgangi.
Tilgangur með öryggisfræðslu er margþættur. Aðal malbikunartíminn er að hefjast og þá er skynsamlegt að skerpa á mönnum, nýjir starfsmenn eru að byrja sem þarf að uppfræða, kynna þarf breytingar og nýjungar ef einhverjar eru og að efla öryggisvitund allra starfsmanna almennt.
Segja má að öryggis- og forvarnarstarfið sem unnið hefur verið innan fyrirtækisins undanfarin ár hafi skilað sér þar sem í lok fundarins kom fulltrúi frá TM, vátryggingafélagi MHC og veitti fyrirtækinu sérstaka viðurkenningu fyrir starf í þágu forvarna gegn óhöppum og slysum.
Síðan tók Sigþór framkvæmdastjóri til máls og ræddi hin ýmsu mál. Farið var yfir verkefni sumarsins, starfsmannamál og margt fleira.
Ennfremur kynnti hann heilmikla herferð sem Colas samsteypan stendur fyrir og miðar að því að spara orku (Energy Saving Campaign). Markmiðið er mjög metnaðarfullt, þ.e. að minnka eldsneytisnotkun um 20% hjá Colas-samsteypunni sem teygir anga sína um allan heim.
Ýmsum aðferðum og ráðum skal beitt en megináherslan lögð á eftirfarandi:
• Að forhita ekki vélar á morgnana. (preheat the engine)
• Stjórna og keyra bifreiðar og vinnuvélar skynsamlega. (calmly and smoothly)
• Ekki láta ganga lengur í lausagangi lengur en 3 mín. (not idle more than 3 min.)
Ávinningurinn er ekki eingöngu fjárhagslegur. Við stuðlum líka að jákvæðum áhrifum varðandi loftlagsbreytingar og ekki síst stuðlar þessi herferð að auknu öryggi. Dreift var veggspjöldum, límmiðum, ilmspjöldum í bíla og ýmsu fleira. Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas vonast til þess að þessi herferð hvetji önnur fyrirtæki jafnt sem einstaklinga til að huga að þessum málum.

20. maí 2010
Gísli EymarssonVerksmiðjan