Starfsmannafundur

Árlegur starfsmannafundur Malbikunarstöðvar Hlaðbæjar Colas var haldinn í dag á Grand Hótel, Reykjavík. Á þessum árstíma undanfarin ár hefur verið tekinn frá einn dagur þar sem starfsmenn líta upp og fara saman yfir atburði og rekstur liðins árs. Einnig er farið vandlega yfir gæðamál og árangur í öryggismálum og horft fram á veginn. 

Síðastliðið ár var að mörgu leyti þokkalegt í rekstri MHC þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður í mannvirkjagerð á Íslandi. Þar skipti mestu máli að fyrirtækið hafði tryggt sér verkefnin við malbikun Óshlíðar og Bolungarvíkurganga og fór að auki til Grænlands og sá um malbikun á flugvelli í Paamiut.

Þrátt fyrir hrun í verkefnframboði í þessari atvinnugrein voru semsagt ýmis verkefni á okkar vegum sem voru bæði spennandi og hjálpuðu fyrirtækinu að halda rekstrinum í þokkalegu jafnvægi.

Því miður er ennþá, tveimur og hálfu ári eftir hrun mikil óvissa framundan og sést ekki til lands með ýmis verkefni sem rætt hefur verið um. Árið 2011 mun að öllum líkindum bera þess merki að hægt gengur að koma fjárfestingu og atvinnulífinu almennt í gang.  

Starfsmenn fyrirtækisins eru samt jákvæðir og tilbúnir að berjast saman að settu marki. Góður andi og samheldni er lykilatriði á tímum sem þessum.
Verksmiðjan