Sérstakt sumar

 

Þrátt fyrir að verkefnaframboð á höfuðborgarsvæðinu hafi  verið í algjöru lágmarki þetta sumarið hafa starfsmenn Hlaðbæjar – Colas haft í nógu að snúast enda unnið að verkefnum um allt land auk þess að sinna verkefnum á erlendri grundu.

Þetta sumar hefur verið sérstakt að því leitinu til að Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hefur malbikað þrenn jarðgöng hér á Íslandi þ.e.a.s. Óshlíðargöng og Héðinsfjarðargöng en þau síðari eru í raun tvenn göng annars vegar 3,9 km milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og hins vegar 7,1 km á milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Mætti því segja að fyrri Íslandsmet í malbikun jarðganga hafi verið slegin þetta árið. Að auki sá MHC um malbikun flugvallar í Grænlandi.

Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas og starfsmenn þess óska vestfirðingum, norðlendingum og landsmönnum öllum til hamingju með þessi mannvirki sem munu auðvelda allar samgöngur um ókomna framtíð.

Myndir af verkefnum er að finna í myndasafni

 
Verksmiðjan