Nýtt borkjarnatæki

Nýtt borkjarnatæki

 

Nýlega afhenti verkstæðið okkar gæðadeildinni "nýja" borkerru.

Kerran sem kom frá Danmörku var endursmíðuð og máluð í okkar fallega hvíta lit.

Kerran er mjög fullkomin og einfalt að stjórna borun. Hægt er að færa borrampinn í allar áttir og stilla sig af með mikilli nákvæmni.

Stjórnbúnaður er glussastýrður og kerran er búin vatnstanki, verkfærageymslu og upphituðu hólfi fyrir malbik.

Þannig er hægt að setja heitt malbik í holurnar jafnóðum eftir borkjarnatökuna.

Búnaðurinn auðveldar mjög alla vinnu við borkjarnatöku í malbiki.

 

Á myndinni sést Ríkharður Bragason afhenda Gísla Eymarssyni kerruna til notkunar. 

Borkerra.jpg
Verksmiðjan