Grænt malbik Grindavík

"Grænt" malbik í Grindavík

 

Grænir umhverfisvænir malbikaðir göngustígar 

Í morgun skrifaði Grindavíkurbær undir samning við Malbikunarstöðina Hlaðbær-Colas hf. um malbikun á göngustígum víða í Grindavík. Samningurinn markar tímamót í malbikun á Íslandi því í fyrsta skipti verður lagt „grænt" umhverfisvænna malbik á stígana en um endurvinnslu eldra malbiks er að ræða en það dregur verulega úr hráefnisnotkun og sparar flutningskostnað. Auk þess er það talsvert ódýrara. 

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. hefur verið að þróa sig áfram í endurvinnslu malbiks en þetta hefur verið gert víða, m.a. á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár og er reynsla af endurvinnunni góð.

sjá meira...

Verksmiðjan