Gjaldtaka fyrir móttöku malbiksafganga

Í kjölfar breytinga laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, sér Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas sér ekki annað fært en að hefja gjaldtöku fyrir móttöku malbiksafganga til endurvinnslu. Frá og með 1. janúar 2018 þarf fyrirtækið að vigta inn allt malbik sem kemur til endurvinnslu og skrá upprunastað þess. Að auki fylgir mikill kostnaður við endurvinnslu og geymslu þess.

Ferlið við losun malbiks verður hér eftir þannig að viðskiptavinir þurfa að tilkynna sig í móttöku fyrirtækisins að Gullhellu 1 og óska eftir því að fá að skila inn malbiki til endurvinnslu. Starfsmaður móttöku mun skoða farminn og staðfesta að eingöngu malbik sé á bílnum áður en bíllinn er vigtaður inn og viðskiptavini hleypt inn á losunarsvæðið. Að losun lokinni þarf að vigta bílinn út og viðskiptavinur kemur aftur inn í móttöku til þess að skrá upprunastað malbiksins og gera upp fyrir þjónustuna. Fastir viðskiptavinir geta óskað eftir reikningsviðskiptum.

Eingöngu verður tekið á móti hreinu malbiki. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að vísa farmi frá ef í honum má finna kantsteina, mold, grjót eða annað sem spillir gæðum malbiksins.

Móttaka malbiks er opin alla virka daga kl. 8.30 – 16.00, um er að ræða vetraropnun en sumaropnun verður auglýst síðar. Nánari upplýsingar má fá í síma 565-2030.

Frá og með 1.febrúar 2018 verður gjald fyrir losun malbiks 1.240 kr/tonn með vsk.
Verksmiðjan