Framkvæmdir

Miklabraut / Skeiðarvogur

Malbikunarframkvæmdir eru enn í fullum gangi þrátt   fyrir að vetur konungur sé farinn að láta bera á sér. En veðrið er farið að tefja dálítið fyrir. Nú er unnið hörðum höndum að malbikun við mislæg gatnamót Miklabraut / Skeiðarvogur en þar er verið að gera breytingar á gatnamótunum og bæta við forgangs akrein fyrir strætó með rauðu malbiki. Við framleiðslu á rauðu malbiki í strætó akreinar notast fyrirtækið við rauð steinefni ásamt litarefnum.

Harpa tónlistarhús

MHC er nú að undirbúa útlögn fyrir framan Hörpuna tónlistarhús. Þar verður lagt drenmalbik sem grunn efni undir allt annað yfirborðsefni hvort sem það er malbiki, hellur eða annað.

Önnur verkefni

Að auki er unnið að ýmsum öðrum verkefnum fyrir hina ýmsu verkkaupa.
Verksmiðjan