Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli

Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli (KEF Airport)

Nú standa yfir miklar malbikunarframkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Þar sem Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hefur tekið að sér stórt verkefni fyrir ISAVIA sem er verkkaupi. Undanfarið hefur verið mikill undirbúningur í gangi vegna þessara framkvæmda þar sem um er að ræða stórt verkefni með  miklum öryggis-, gæða- og nákvæmniskröfum.

Útlögn malbiks hófst sl. mánudag þann 16.maí 2011 og hefur verkið farið mjög vel af stað. Á hverjum degi eru þrjár til fjórar útlagningavélar sem leggja samtímis u.þ.b. 20 m breitt malbik. En fyllsta öryggis er gætt við hvert smáatriði og strangt eftirlit er með framkvæmdum.

Verktaki áætlar að ljúka verkinu í næstu viku.
Verksmiðjan