Bylting í vinnuaðstöðu MHC

Bylting í vinnuaðstöðu

 

Í vikunnu fékk verkstæðið okkar afhenta sérstaka færanlega tjakka sem stórbæta alla aðstöðu starfsmanna við vinnu við þunga hluti.

Hægt er með einföldum hætti að tjakka upp þunga hluti eins og bretti af malbikunarvélum og þess háttar og vinna við viðgerðir í eðlilegri hæð án þess að bogra við hlutina.

Tjakkarnir eru samstilltir þannig að þeir hækka og lækka samtímis og bera 6,5 tonn hvor og 13 tonn saman.

Einfalt er að færa þá um gólf verkstæðis þar sem þeir eru með einskonar trillubúnaði og á hjólum.

Ekki þarf að fjölyrða um það að þetta er bylting fyrir starfsmenn verkstæðis að hafa svona búnað.

 

Á myndinni sjást nýju tjakkarnir. 

Mynd Lyfta Rikki 2.jpg

 

 

 

 

 

 
Verksmiðjan