Bikstöð
Í bikstöð er bæði afhending biks ásamt framleiðslu á efnum til klæðinga; bikþeytu, þunnbiki og þjálbiki.
Bikþeyta er blanda af biki (50-69%), vatni og ýruefnum sem er blandað saman með vissri tækni í bikþeytukvörn.
Þjálbik er blanda af stungubiki og þynningarefnum, oftast notast við ethyl ester, sem er blandað saman með því að dæla beint á bíl.
Þunnbik er einnig blanda af stungubiki og þynningarefnum en þau þynningarefni sem notuð eru í þunnbik eru rokgjarnari heldur en þau sem notuð eru í þjálbik.