Aðstoð og ráðleggingar
Colas Ísland hefur um árabil boðið upp á fyrsta flokks þjónustu varðandi allt sem við kemur malbikun og gatnaframkvæmdum almennt. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að aðstoða viðskiptavini og veita þeim faglega ráðgjöf varðandi verkefni og úrbætur.
MHC býður nú viðskiptavinum sínum upp á úttektir á ástandi slitlags og í framhaldi af því ráðgjöf um viðhald.
Starfsmenn Colas, tæknimenn og verkstjórar búa yfir áratuga reynslu á þessu sviði. Starfsmenn MHC hafa komið að ýmsum sérlausnum og útfærslum fyrir viðskiptavini fyrirækisins. Þar býr fyrirtækið að því að hafa tekið að sér mest krefjandi malbiksframkvæmdir sem farið hefur verið út í hér á landi s.s. malbikun á jarðgöngum, hafnarsvæðum og flugvöllum þar sem gæðakröfur eru mjög miklar.
Reglulega leita til fyrirtækisins hönnuðir, verkfræðingar og aðrir verkkaupar til að ráðfæra sig um val á lausnum verkefna.